Heimsending frá 9.900,- |

Síminn er opinn til kl.16

 • Karfa Cart

Tvöföld hurð/tvöföld útihurð

Tvöföld útihurð gefur heimilinu glæsilegt útlit. Tvöföldu útihurðarnar okkar eru á mjög samkeppnishæfu verði og við erum reglulega með tilboð á útihurðum. Á listanum hér fyrir neðan má sjá úrvalið okkar af tvöföldum hurðum. Ef þú vilt að reikna verð, smellirðu einfaldlega á viðkomandi tegund. Því næst skaltu setja inn viðeigandi mál og upplýsingar. Ef þú ert ekki viss um hvað þú þarft að hafa í huga er þér líka velkomið að lesa Leiðbeiningar um pöntun á tvöföldum hurðum. Athugið: Kvistlaus viður er alltaf sjálfkrafa valinn. Ef þú vilt annað efni, þarftu að muna að velja það þegar þú hefur valið viðeigandi hurð.

Leiðbeiningar um val á tvöfaldri úti/aðalhurð.

Hér förum við í gegnum spurningar sem viðskiptavinir okkar spyrja oft áður en þeir panta nýja tvöfalda hurð.

 

Samantekt innihalds:

 1. Hvaða efni ætti ég að velja?
 2. Í hvað stíll ætti nýja tvöfalda hurðin mín að vera?
 3. Hvernig mæli ég fyrir tvöfaldri hurð?
 4. Hvaða lit ætti ég að velja á tvöföldu hurðina mína?
 5. Ætti hún að opnast inn eða út?
 6. Hverskonar læsingu ætti ég að velja?
 7. Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?
 8. Orkusparandi listar eða þverskerandi listar?

 

Hvaða efni ætti ég að velja?

Þú getur valið um þrjú mismunandi efni – tré, tré/ál og plast. Áður en þú ákveður efni, ættir þú að íhuga eftirfarandi:

 • Er lágmarks viðhald mikilvægt fyrir mig?
 • Vill ég viðhalda núverandi útliti heimilisins?
 • Hvað má tvöfalda hurðin kosta?

Ef lágmarks viðhald er ofarlega á forgangslistanum, þá mælum við með að þú veljir annaðhvort plast eða tré/ál. Þú skalt þó vera meðvitaður um að það er ekki víst að þessar tvær tegundir af efnum passi við húsið þitt. Ef þú býrð þú til dæmis í eldra húsi eða timburhúsi er timbur sennilega heppilegast fyrir þitt heimili. Lesa meira um efnisval hér.

 

Í hvað stíll ætti nýja tvöfalda hurðin mín að vera?

Þú þarft að passa að velja tvöfalda hurð sem passar húsnæðinu. Ef þú býrð í virðulegu einbýlishúsi í hefðbundnum stíl, er mikilvægt að hurðin sem þú velur sé íburðarmikil og skreitt með mörgum smáatriðum eins og listum, fyllingum og hugsanlega tvöföldu grunnstykki. Þetta tryggir að húsin heldur sínum virðulega hefðbundna sjarma. Ef þú býrð hins vegar í funkis húsi, hentar mun betur að velja tvöfalda útihurð í einföldum stíl.

 

Hvernig mæli ég fyrir tvöfaldri hurð?

 • Fyrst skaltu finna dyramálið. Það finnur þú með því að mæla frá útvegg til útveggs – utan frá.
 • Fyrsta mælirðu breiddina og þá hæðina. Þú þarft að mæla á nokkrum stöðum því veggurinn getur verið dálítið skakkur.
 • Þegar þú hefur fundið dyramálið skaltu draga 2,5 cm frá breidd og hæð.
 • Þegar þú hefur gert það hefur þú karmmálið. Það er karmmálið sem þú notar þegar þú pantar nýja tvöfalda hurð.

 

ATH: Sjá mælingaleiðbeiningar okkar hér.

 

Hvaða lit ætti ég að velja á tvöföldu hurðina mína?

Venjulega er tvöfalda útihurðin valin í sama lit og gluggarnir. Þá hefur húsið yfirvegað og samræmt útlit sem þú munt sennilega vera mjög ánægður með. Þú ættir einnig að hafa í huga lit heimilis þíns – hvítt, grátt og svart passar t.d. vel við hvít, rauð og gul heimili. Þessir litir eru mjög vinsæl litasamsetningin.

 

Ætti hún að opnast inn eða út?

Ef þú velur tvöfalda hurð viltu að báðar hurðarnar séu nothæfar. Þó hefur aðeins önnur hurðin hefðbundan notkun. Það er aðalhurðin og það er sú hurð sem þú notar til að ákveða opnunina. Þegar þú ákveður hvort hurðin skal opnast inn eða út skaltu prófa að standa þeim megin sem þú vilt að hún opnist. Það er, ef þú vilt að hún opnist inn skaltu standa inni til að taka ákvörðun og standa úti ef þú vilt að hún opnist út. Því næst skaltu ákveða hvoru megin lamirna eiga að vera. Ef hurðin á að opnast inn og lamirnar eiga að vera hægra megin þá er hurðin hægri inn. Á hinn boginn ef hurðin á að opnast út og lamirnar að vera hægra megin þá er hurðin hægri út. Ath: Í verðreikninum okkar eru teikningar sem sýna mismunandi opnanir hurða á skýran og einfaldan hátt.

 

Hverskonar læsingu ætti ég að velja?

Þú getur valið á milli tvenns konar læsinga – lás/lás og snerill/lás. Hér fyrir neðan getur þú lesið það sem þú þarft að íhuga þegar þú velur læsingar.

Lás/lás:

Þetta er skynsamleg ákvörðun í tengslum við varnir gegn innbrotum því þú færð sílinderlás að utan og innan. Kosturinn við þessa lausn er sá að þú getur fjarlægt innri lykilinn þegar þú ert ekki heima. Þannig getur hugsanlegur innbrotsþjófur ekki útidyrnar sem flóttaleið.

Snerill/lás: Ef t.d. það kemur upp eldur á heimili þínu er þessi lausn heppileg vegna þess að þú getur alltaf notað dyrnar sem neyðarútgang. Ókosturinn er hins vegar sá að hugsanlegur innbrotsþjófur getur það einnig.

 

Ætti ég að velja tvöfalt eða þrefalt gler?

Við mælum í flestum tilfellum með tvöföldu gleri. Þrefalt gler er einungis heppliegt í Energi A hús eða stóra glugga.

 

Orkusparandi listar eða þverskerandi listar?

Ef hurðin á að hafa lista mælum við með orkusparandi listum því þeir eru umhverfisvæni kosturinn. Þverskerandi listar skipta glerinu upp í minni hluta en orkusparandi listar eru límdir á glerið.

 

Ertu með spurningu?

Hefur þú enn spurningar sem þú þarft svör við, vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við okkur í tölvupósti: skanva@skanva.is eða í síma: 558 8400.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun vafraköku. stefnu okkar