Jólakrans

Jólaskreytingar í samstarfi við blómaskreytingamann

 

Jólaskreytingar eru ómissandi hluti af jólunum og þær eru til í fjölmörgum útgáfum.
Dyrakransar, aðventuskreytingar og upphengt skraut svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Við vorum svo heppin að fá einn besta blómaskreytingamann Norður-Jótlands til liðs við okkur. Jonas Jensen, maðurinn á bak við blómaskreytingarnar í hjarta Álaborgar, skoðaði með okkur hvaða straumar og stefnur ráða ríkjum árið 2018.

Hér að neðan má meðal annars lesa um hvernig má skreyta útidyrnar og innganginn til að bjóða jólagestina velkomna.

Jólakrans fyrir aðaldyrnar eftir blómaskreytingamanninn JonasJólakrans fyrir aðaldyrnar eftir blómaskreytingamanninn Jonas
Leiðbeiningar fyrir heimagerðan jólakrans með hjálp blómaskreytingamannsLeiðbeiningar fyrir heimagerðan jólakrans með hjálp blómaskreytingamanns

Norræn jól með sérvöldu efni

Samkvæmt Jonas Jensen eru jólin í ár mínímalísk og látlaus með náttúrulegum efnum og innblásin af norrænum stíl. Jonas vinnur að því að klára fallega gluggaskreytingu. Um leið segir hann okkur frá því að við munum sjá mjög íburðarmiklar skreytingar sem eru þó látlausar vegna þess hve fá efni eru notuð.

Jónas hefur sett saman látlausan jólakrans sem er innblásinn af norrænni náttúru og inniheldur meðal annars greni og stóra og smáa köngla. Til að gefa kransinum vetrarlegt útlit sem er innblásið af ævintýrinu um Snædrottninguna hefur hann verið úðaður með málningu þannig að það er eins og hann sé hrímaður.

Jonas valdi að búa gluggaskreytinguna til úr sterklegri grein sem skreytt er með stórum náttúrulegum könglum, greni og glitrandi stjörnum. Að lokum setur hann punktinn yfir i-ið með könglum sem búið er að dýfa í rautt vax – aðferð sem hefur slegið í gegn í Amsterdam í ár.

Heimagerður jólakrans úr greinum, greni og könglumHeimagerður jólakrans úr greinum, greni og könglum

Heimaföndur: Jólin 2018

Svona eru jólin 2018: Sæktu jólaskreytingarnar út í skóg eða garð og bjóddu náttúrunni inn. Safnaðu könglum, greinum, mosa og öðrum náttúrulegum skreytingarefnum sem eru fullkomin fyrir jólin. Þú þarft líka hinn sígilda stálþráð og úðamálningu til að búa til snjó, frost eða strá glimmeri. Jónas sýnir okkur hversu auðvelt það er að búa til langa skrautfléttu úr stálþræði með til dæmis könglum og öðru skrauti sem að lokum er sett upp á sjálfa aðalskreytinguna.

Að lokum er ekkert annað að segja en gangi ykkur vel og gleðilegan desember!

Upphengdur heimagerður jólakransUpphengdur heimagerður jólakrans

Ertu tilbúin/n til að panta nýja glugga og/eða hurðir?